53. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. maí 2012 kl. 09:10


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:58
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:10

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:10
2. varaformaður setti fund í fjarveru formanns og varaformanns og frestaði yfirferð fyrir fundargerð síðasta fundar.

2) 734. mál - húsnæðismál Kl. 09:10
Nefndin tók til umfjöllunar 734. mál og fékk á fund sinn Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, Sigrúnu Jönu Finnbogadóttur, Jóhönnu Katrínu Magnúsdóttur og Guðrúnu Sigþórsdóttur. Gerðu þær grein fyrir málinu og svöruðu spurningum fundarmanna.

3) 735. mál - atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Kl. 09:42
Nefndin tók til umfjllunar 735. mál og fékk á fund sinn Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, Sigrúnu Jönu Finnbogadóttur, Jóhönnu Katrínu Magnúsdóttur og Guðrúnu Sigþórsdóttur frá velferðarráðuneytinu og gerðu þær grein fyrir málinu og svöruðu spurningum fundarmanna.

4) 692. mál - réttindagæsla fyrir fatlað fólk Kl. 10:17
Nefndin tók til umfjöllunar 692. mál og fékk á fund sinn Guðríði Þorsteinsdóttur og Rún Knútsdóttur frá velferðarráðuneytinu. Gerðu þær grein fyrir málinu og svöruðu spurningum fundarmanna.

5) 698. mál - greiðsluaðlögun einstaklinga Kl. 10:49
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Ástu S. Helgadóttur, umboðsmann skuldara, og Lovísu Ósk Þrastardóttur starfsmann þess embættis og Lúðvík Bergvinsson hdl. Gerðu þau grein fyrir athugasemdum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 11:42
Nefndin fjallaði um málið.

7) 290. mál - barnalög Kl. 11:46
Nefndin fjallaði um málið.

8) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

ÁI var fjarverandi vegna veikinda.
KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
LGeir vék af fundi kl. 11:50

Fundi slitið kl. 12:02